Hundruð ökumanna sátu fastir í bifreiðum sínum í Skotlandi í nótt vegna fannfergis. Allir helstu þjóðvegir Skotlands lokuðust seint í gærkvöldi vegna snjókomu og neyddust bílstjórar og farþegar í rúmlega fimm hundruð bifreiðum að eyða nóttinni í ökutækjum sínum.
Skoska heimastjórnin boðaði til skyndifundar í nótt þar sem ástandið var rætt og lögregla barðist við að ná til fólks sem skalf úr kulda í bílum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá skoskum yfirvöldum hefur ekki snjóað jafn mikið þar síðan á sjöunda áratug síðustu aldar.
Um 150 nemendur og kennarar og foreldrar eyddu nóttinni í skólanum í Hamilton í mið-Skotlandi þar sem ekki þótti óhætt fyrir fólkið að keyra heim vegna mikillar snjókomu.
Flugvöllunum í Edinborg og Glasgow var lokað tímabundið vegna snjókomunnar en búið er að opna þá á ný.