Óánægðir með S-Ameríkuþjóðir

Palestínumenn við landamæri Gaza og Egyptalands
Palestínumenn við landamæri Gaza og Egyptalands Reuters

Bandaríkin hafa lýst sig andvíg viðurkenningum Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ á sjálfstæðu ríki Palestínu. Viðurkenningin vinni í raun gegn friðarumleitunum á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.

„Við megum ekki missa sjónar á því að eina leiðin til þess að leysa þau vandamál sem við blasa er með beinum samningaviðræðum,“ segir Philip Crowley, talsmaður ráðuneytisins.

„Þar liggja okkar áherslur. Við höfum ekki trú á hegðun af þessu tagi. Eins og við höfum margoft sagt, þá hafa einhliða yfirlýsingar eins og þessar neikvæð áhrif,“ bætti hann við.

Brasilíuforseti lýsti því yfir á föstudag að hann viðurkenndi landamæri Palestínu eins og þau voru árið 1967, það er að segja áður en Ísraelar tóku yfir Vesturbakkann og Gaza. Þetta gerði forsetinn í bréfi til Mahmud Abbas. Abbas hafði áður farið þess á leit við forsetann að hann lýsti þessu yfir.

Argentínumenn og Úrúgvæar fylgdu í fótspor Brasilíumanna í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka