Geoffrey Robertson, sem er þekktur og vel metinn lögfræðingur í Bretlandi, hefur tekið að sér að verja Julian Assange vegna framsals hans frá Bretlandi til Svíþjóðar.
Robertson hefur unnið að mörgum áberandi málum í Bretlandi sem tengjast tjáningarfrelsi.
Assange situr nú í Wandsworth fangelsinu í London. Hann verður ekki látinn laus gegn tryggingu og honum hefur verið gert að koma fyrir rétt þann 14. desember