Ferðakostnaður Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, nam 3.934.625 dönkum krónum, um 80 milljónum íslenskra króna, á fyrsta ári hans í embætti. Ekstra Bladet segir frá þessu í dag og bætir við, að um sé að ræða met.
Í þremur ferðum fór Sólrún eiginkona Rasmussens, með og er kostnaður vegna ferða hennar með í heildarupphæðinni. Þetta voru ferðir til Japans, Suður-Kóreu og Singapúr, Grænlands og til Trinidad og Tobago.
Blaðið segir, að kostnaðurinn sé óvenju hár vegna þess að forsætisráðherrann vilji frekar ferðast með leiguflugvélum en áætlunarflugvélum.