Lennons víða minnst í dag

Johns Lennons er víða minnst, en í dag eru 30 ár síðan hann lést.

Aðdáendur hans munu safnast saman í Central Park í New York, rétt við Dakota íbúðabygginguna, sem var síðasta heimili Lennons. Mark Chapman skaut hann fyrir framan húsið.

Samkoma verður einnig haldin í Liverpool við minnismerki sem helgað er Bítlinum. Þar verða kerti tendruð og lög Lennons sungin.

Yoko Ono, ekkja Lennons, hvetur fólk til að minnast hans með „djúpum kærleika og virðingu. Á þeim 40 árum sem hann lifði gaf hann heiminum svo mikið. Heimurinn er lánsamur að hafa þekkt hann. Við erum ennþá að læra af honum í dag.“

Á góðgerðartónleikum í Liverpool sem bera nafnið „Lennon Remembered - The 9 Faces of John“ munu gamlir félagar hans úr hljómsveitinni The Quarrymen stíga á svið og spila lögin hans, en það var fyrsta hljómsveitin sem John Lennon var í.
John Lennon
John Lennon AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert