Hópur vísindamanna hefur enduruppgötvað sjaldgæfa og sérstæða flugu . Flugan hefur tvisvar áður náðst, árin 1933 og 1948. Hún hefur ekki sést síðan, en hefur gengið undir nafninu „Hræðilega loðna flugan.“
Flugan, sem ber heitið Mormotomyia Hirsuta, fannst á ný í helli í Kenýa og var þegar handsömuð.
Fundurinn mun hafa valdið uppnámi í heimi skordýrafræðinga, enda ekki á hverjum degi sem svo sjaldgæfur dýrgripur finnst.
Flugunni svipar til kóngulóar. Hún er nokkuð stór og geta fætur karlflugurnar verið allt að eins sentimetra langir. Flugan er kafloðin, þakin gulu hári, með smá augu og þrátt fyrir að vera vængjum búin, getur hún ekki flogið.