Segir evruna í góðu lagi

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn Reuters

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að evran sé ekki í neinni hættu.

Þetta sagði hann á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf.

Hann varar þó evrulöndin við því að fara sér of hægt við að rétta efnahag sinn við, verði batinn hægfara gæti það valdið erfiðleikum.

Pascal Lamy, framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar sagði við þetta tækifæri að þrengt hefði að í Evrópu að undanförnu, ekki síst hvað varðar opinbera og félagslega þjónustu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert