Tölvuþrjótar herja á vef Visa

Vefur kreditkortafyrirtækisins Visa liggur niðri eftir að tölvuþrjótar gerðu árás á síðuna í dag. Eru það liðsmenn tölvuþrjótasamtaka sem nefnast „Anonymous" (nafnlaus) sem stóðu fyrir árásinni sem tengist ákvörðun Visa að loka á WikiLeaks vefinn varðandi greiðslur frá stuðningsmönnum.

Vefurinn visa.com lagðist á hliðina klukkan 16 að bandarískum tíma, klukkan 21 að íslenskum tíma er liðsmenn Anonymous lögðust á eitt og gerðu árás sem var tilkynnt á Twitter. 

Sami hópur hefur einnig gert árásir á vefi Mastercard, PayPal, svissneska Post Office bankans og fleiri sem hafa neitað að annast millifærslur til WikiLeaks. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert