Gerði makrílsamning að skilyrði

Makríll.
Makríll.

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) krafðist þess að Fær­ey­ing­ar gerðu þríhliða lang­tíma sam­komu­lag við ESB og Nor­eg um mak­ríl­veiðar áður en samn­ing­ur ESB og Fær­eyja um fisk­veiðar á næsta ári yrði und­ir­ritaður. Fær­ey­ing­ar féllust ekki á það og var viðræðunum slitið í gær.

Samn­ingaviðræður Fær­ey­inga og Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) um fisk­veiðar 2011 hóf­ust í Kaup­manna­höfn á þriðju­dag­inn var. Viðræðunum var slitið síðdeg­is í gær. Fiski­málaráð Fær­eyja greindi frá þessu, að sögn frétta­vefjar fær­eyska dag­blaðsins Sosial­ur­in

ESB tengdi fisk­veiðisamn­ing­inn við Fær­ey­inga við samn­ing um mak­ríl­veiðar. Samn­ing­ur við Fær­ey­inga um fisk­veiðar á næsta ári var bund­inn því skil­yrði að ESB, Nor­eg­ur og Fær­ey­ing­ar gerðu lang­tíma samn­ing um mak­ríl­veiðar á föstu­dag. Full­trú­ar ESB greindu frá þess­ari af­stöðu sinni síðdeg­is í gær.

Blaðið seg­ir að Jacob Vesterga­ard, lands­stjórn­ar­maður, hafi gagn­rýnt ESB, líkt og Nor­eg, fyr­ir að binda samn­ing milli Fær­eyja og ESB skil­yrði um þríhliða mak­ríl­sam­komu­lag. Hann sagði að Fær­ey­ing­ar geti ekki með neinu móti fall­ist á það.

Fær­ey­ing­ar voru reiðubún­ir að skrifa und­ir fisk­veiðisamn­ing við ESB en full­trú­ar ESB voru ekki á því nema með fyrr­greindu skil­yrði um mak­ríl­sam­komu­lag. Því var viðræðunum slitið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert