Mikill hiti í Lundúnum

Bæði lögreglumenn og mótmælendur hafa slasast í átökum fyrir utan …
Bæði lögreglumenn og mótmælendur hafa slasast í átökum fyrir utan þinghúsið. Reuters

Þrír lögreglumenn hafa slasast, þar af einn alvarlega, í átökum við mótmælendur sem hafa umkringt breska þinghúsið í Lundúnum, en þar er fyrirhuguðum hugmyndum þingmanna um að hækka skólagjöld í háskóla á Englandi í 9.000 pund á ári (um 1,6 milljónir kr.) mótmælt harðlega.

Einn lögreglumannanna hlaut alvarlega áverka á hálsi og var öðrum hent af baki hests sem hann reið á. Þrír mótmælendur hafa verið handteknir og sex slasast.

Að sögn lögreglu liggur mikil spenna loftinu og eru mótmælendur ævareiðir. Þeir hafa ýtt vegatálmum til hliðar og kastað flöskum og öðru lauslegum í lögreglumenn fyrir framan þinghúsið. Þá klifruðu nokkrir upp á styttu af Winston Churchill í því skyni að úða hana með málningu. Lögregla segist óttast að mótmælendurnir komist inn í þinghúsið.

Greitt verða atkvæði um hækkunina um fimm leytið í dag. 
Lögreglan við störf í Lundúnum
Lögreglan við störf í Lundúnum Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert