Merkel og Sarkozy ræða vanda ESB-ríkja

Nicolas Sarkozy og Angela Merkel heilsa upp á borgarbúa í …
Nicolas Sarkozy og Angela Merkel heilsa upp á borgarbúa í Freiburg í morgun. Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti áttu saman fund í Freiburg í dag þar sem efnahagsvandi evruríkja var helst til umræðu. Nokkrar ráðherrar ríkjanna voru einnig á fundinum en vika er þar til leiðtogafundur ESB fer fram.

Umræddir þjóðhöfðingjar hafa ekki átt margar tvíhliðar viðræður. Að fundum þeirra loknum halda þau Merkel og Sarkozy blaðamannafund en meðal þess sem án efa verður spurt um er afstaða Þjóðverja og Frakka til hugmynda um samevrópskan skuldabréfasjóð, til að bæta efnahag bágstaddra ESB-ríkja. Voru fyrstu viðbrögð ráðamanna Þýskalands og Frakklands í vikunni við þessum hugmyndum heldur neikvæð.

Sem kunnugt er hafa bæði Írar og Grikkir leitað á náðir ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um efnahagsaðstoð. Óttast er að Spánverjar og Portúgalir muni fara sömu leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert