Afhending friðarverðlauna Nóbels hófst klukkan 12 í Osló. Verðlaunahafinn, Liu Xiaobo, var fjarverandi og stóð auður stóll hans á sviðinu.
„Hann hefur ekki gert neitt rangt. Það verður að láta hann lausan,“ sagði formaður Nóbelsnefndarinnar, Thorbjørn Jagland við afhendinguna. Viðstaddir stóðu upp og klöppuðu ákaft.
„Þeir sem berjast fyrir mannréttindum í Kína standa fyrir sameiginleg gildi okkar allra,“ sagði Jagland. „Kínverjar segja að þessi verðlaunaafhending sé niðurlægjandi fyrir þá. Stundum hafa ríki hagað sér svona í nafni lýðræðis, en útkoman hefur oftast orðið skaðleg.“
„Liu er bjartsýnismaður. Þrátt fyrir að vera í fangelsi, hefur hann ekki misst vonina fyrir hönd Kína. Von um að Kína verði land þar sem lög og mannréttindi eru virt,“ sagði Jagland.
„Við samfögnum Liu og óskum honum og kínversku þjóðinni heilla. Eins og við öll vitum gátu Liu eða ættingjar ekki mörguleika tekið við verðlaununum. Á þessum stað í athöfnini eru verðlaunahafanum venjulega afhent verðlaunin,“ sagði Jagland og lagði verðlaunin í auðan stól, sem ætlaður hafði verið Liu.
Kínverjar trufluðu beinar útsendingar fjölmiðla á borð við CNN og BBC frá afhendingunni, þannig að þær náðust ekki í Kína.
Mótmæli stuðningsmanna Kínverja í Osló fóru friðsamlega fram og hafa ekki haft áhrif á athöfnina.