Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo, sem hlaut í gær friðarverðlaun Nóbels, var hylltur í Ósló, höfuðborg Noregs, í gær. Liu, sem hefur barist fyrir mannréttindum í heimalandinu, gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hann afplánar nú 11 ára fangelsisdóm fyrir að brjóta gegn lögum landsins.
Kínverskir andófsmenn sem eru búsettir í Noregi segja að Liu sé tákn tjáningarfrelsisins.
„Ég tel að þetta séu mjög skýr skilaboð til kínverskra stjórnvalda um að þau geti ekki ávallt virt mannréttindi og frelsi að vettugi, þrátt fyrir að Kína sé orðið auðugt land þá krefjast íbúar landsins réttlætis. Þeir krefjast þess að fá að mótmæla spillingu, og efnahagslegu,“ segir Lee Cheuk-Yan í samtali við Reuters.
Á Grand hótelinu í höfuðborginni var haldinn hátíðarkvöldverður Liu til heiðurs.