Blindbylur víða um heim

Blindbylur olli því að tugir ökumanna sátu fastir í bifreiðum í nokkrar klukkustundir í norðurhluta Bandaríkjanna í dag. Loka þurfti skólum víða í miðvesturríkjunum og varð Minnesota einna verst út úr veðurofsanum. En það sjóaði víðar en í Bandaríkjunum því í Líbanon er allt á kafi í snjó.

Hefur gengið illa að halda þjóðvegum opnum í fjöllunum í nágrenni Beirút en mikið hvassviðri hefur hamlað sjósókn frá Beirút og hefur veðrið ekki verið jafn slæmt á þessum slóðum í áratugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert