Öryggisráðið verji umhverfið

Þjóðverjar vilja að öryggisráðið beiti sér í lofslagsmálum.
Þjóðverjar vilja að öryggisráðið beiti sér í lofslagsmálum. BRENDAN MCDERMID

Stjórnvöld í Þýskalandi fara fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti sér í loftslagsmálum sem þau telja vaxandi ógn. Þetta kom fram í máli Peter Wittig, sendiherra Þýskalands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Wittig segir að um 40 eylönd í heiminum styðji sjónarmið þjóðverja um að öryggisráðið taki virkan þátt í baráttunni gegn lofslagsbreytingum.

„Við erum á þeirri skoðun að öryggisráðið geti haft stefnumarkandi áhrif á málin og það sé kjörinn vettvangur til þess að samhæfa aðgerðir svo sem á sviði öryggismála og vísinda,“ sagði Wittig.

Þýskaland á ekki fast sæti í öryggisráðinu en tekur sæti í þar í janúar. Bretar, Frakkar, Kínverjar, Rússar og Bandaríkin eiga fastafulltrúa í Öryggisráðinu og hafa þau ríki neitunarvald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert