Öryggisráðið verji umhverfið

Þjóðverjar vilja að öryggisráðið beiti sér í lofslagsmálum.
Þjóðverjar vilja að öryggisráðið beiti sér í lofslagsmálum. BRENDAN MCDERMID

Stjórn­völd í Þýskalandi fara fram á að ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna beiti sér í lofts­lags­mál­um sem þau telja vax­andi ógn. Þetta kom fram í máli Peter Wittig, sendi­herra Þýska­lands hjá Sam­einuðu þjóðunum.

Wittig seg­ir að um 40 eylönd í heim­in­um styðji sjón­ar­mið þjóðverja um að ör­ygg­is­ráðið taki virk­an þátt í bar­átt­unni gegn lofslags­breyt­ing­um.

„Við erum á þeirri skoðun að ör­ygg­is­ráðið geti haft stefnu­mark­andi áhrif á mál­in og það sé kjör­inn vett­vang­ur til þess að sam­hæfa aðgerðir svo sem á sviði ör­ygg­is­mála og vís­inda,“ sagði Wittig.

Þýska­land á ekki fast sæti í ör­ygg­is­ráðinu en tek­ur sæti í þar í janú­ar. Bret­ar, Frakk­ar, Kín­verj­ar, Rúss­ar og Banda­rík­in eiga fasta­full­trúa í Örygg­is­ráðinu og hafa þau ríki neit­un­ar­vald.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert