Sagði af sér vegna snjókomu

Stewart Stevenson
Stewart Stevenson

Stew­art Steven­son, sam­gönguráðherra Skot­lands, hef­ur sagt af sér vegna þeirra um­ferðartafa sem urðu eft­ir að snjó­koma setti allt at­hafna­líf í Skotlandi á ann­an enda fyr­ir nokkr­um dög­um.

Gríðarleg­ar taf­ir urðu á um­ferð eft­ir mikla snjó­komu í Skotlandi. Fjöl­miðlar fengu Steven­son í viðtöl þar sem hann var m.a. spurður hvort ekki hefði verið hægt að standa bet­ur að upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings vegna snjó­kom­unn­ar. Hann svaraði því til að viðbrögðin við snjó­kom­unni hefðu verið „fyrsta flokks“. Þessi um­mæli urðu til að þess að auka enn á gangrýni á ráðherr­ann.

Steven­son sagði að ráðherra ætti ekki að þurfa að taka á sig sök vegna mestu snjó­komu sem þessi kyn­slóð hefði upp­lifað. Það fór samt svo að ráðherr­ann ákvað að segja af sér. Hann sagðist ekki vilja vera notaður sem vopn í bar­áttu stjórn­ar­and­stöðunn­ar, en tók jafn­framt fram að hann teldi að al­menn­ing­ur hefði ekki fengið þær upp­lýs­ing­ar sem hann hefði átt rétt á að fá.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert