Stórt flutningaskip er í hættu um 20 km fyrir utan Hirtshals á Jótlandi, en um sjö metra löng rifa kom á skipið eftir að það lenti í árekstri við annað flutningaskip í morgun.
Skipstjórinn á Ceanatec, sem er flutningaskip skráð í Hong Kong, fyrirskipaði áhöfninni að yfirgefa skipið eftir áreksturinn, en hann afturkallaði þá fyrirskipun eftir að ljóst var að skipið væri ekki að sökkva. Skipið lenti í árekstur við annað flutningaskip, Frisia Rotterdam sem er frá Þýskalandi, snemma í morgun.
Slagsíða er á Cleantec og er björgunarlið með mikinn viðbúnað á staðnum. Um 1000 tonn af olíu eru um borð í skipinu og um 30 þúsund tonn af áburði.