Skotmarkið jólagjafakaupendur

SCANPIX SWEDEN

Sjálfsvígsárásarmaðurinn var með mikið magn af sprengiefni á sér og ætlaði væntanlega að beina árásinni að fólki sem var að kaupa jólagjafir í miðborg Stokkhólms á laugardag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Leitað var á heimili mannsins í Bretlandi í dag en hann er sænskur ríkisborgari en var fluttur til Bretlands.

Ástæðan fyrir því að Taymour Abdelwahab ákvað að fremja sjálfsvígsárás er sú að hann vildi mótmæla þátttöku Svía í stríðinu í Afganistan, segir yfirmaður rannsóknarinnar, Tomas Lindstrand. Varaði hann við því að  Abdelwahab hafi haft aðstoðarmenn við undirbúninginn. Enn er beðið niðurstöðu úr lífsýni mannsins sem fannst látinn en Lindstrand segir að 98% líkur séu á að það sé Abdelwahab.

Abdelwahab  var með sprengjubelti á sér og bakpoka með sprengju. Auk þess sem hann hélt á hlut sem einnig gegndi hlutverki sprengju. Ef allt þetta hefði allt sprungið á sama tíma hefðu afleiðingarnar orðið skelfilegar segir lögreglan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert