Julian Assange, forsprakka Wikileaks, hefur ekki verið sleppt úr haldi þótt dómari hafi ákveðið að honum mætti sleppa gegn tryggingu. Ástæðan er sú að fulltrúi sænskra yfirvalda hafa áfrýjað ákvörðuninni. Ákvörðun í málinu mun liggja fyrir innan tveggja sólarhringa, að því er segir á vef BBC. Lögmaður Assange segir að svo virðist sem málið sé að snúast upp í sýndarréttarhöld. Fulltrúi sænskra stjórnvalda benti á hinn bóginn á að dómstóllinn hefði þegar komist að þeirri niðurstöðu að hætta væri á að Assange reyndi að flýja. Ekkert hefði breyst að þessu leyti. Sænsk yfirvöld vilja fá Assange framseldan en þar hefur hann verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Verði hann leystur úr haldi þarf hann að afhenda breskum yfirvöldum vegabréf sitt, ganga með rafrænan eftirlitsbúnað, gangast undir útgöngubann og gefa sig fram á lögreglustöð í Suffolk á hverju kvöldi.