Julian Assange segist hræddur um að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann er staðráðinn í að halda áfram verki sínu og halda fram sakleysi sínu.
Í viðtali við BBC í dag sagðist Assange hafa heyrt orðróm um að Bandaríkin hefðu krafist framsals hans.
Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna vildi ekki staðfesta þettai í samtali við BBC.
Assange verst einnig framsalskröfu til Svíþjóðar vegna nauðgunarákæru.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að utanríkisstefna Bandarríkjanna hafi ekki borið umtalsverðan skaða af birtingu WikiLeaks á leyniskjölum Bandaríkjanna.
Þessi ummæli lét Biden falla í viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC sem tekið var upp á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í Írak.
„Birting sumra gagnanna er fremur vandræðaleg,“ sagði Biden. „En ekkert sem kemur fram í þeim ætti að skapa vantraust á Bandaríkjunum.“