Bretar vilja ekki láta Assange lausan

Julian Assange fluttur inn í réttarsalinn í dag
Julian Assange fluttur inn í réttarsalinn í dag Reuters

Breska saksóknaraembættið berst gegn því að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks verði látinn laus úr haldi. Þetta kemur fram í frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar. En hingað til hefur því verið haldið fram að það séu sænskir saksóknarar sem ekki vilji að hann verði látinn laus gegn tryggingu.

Mál Assange er nú fyrir dómara í Lundúnum en í fyrradag samþykkti breskur dómari að Assange yrði látinn laus gegn tryggingu, sem nemur 240.000 pundum, 43 milljónum króna. Dómarinn setti  það skilyrði að Assange yrði undir eftirliti og afhenti lögreglunni vegabréf sitt.

Sænsk yfirvöld vilja ræða við Assange í tengslum við kynferðisglæpi sem hann er bendlaður við er hann var í Stokkhólmi í ágúst.

Talskona sænska ríkissaksóknaraembættisins segir í samtali við Sky að ákvörðun um áfrýjun hafi alfarið verið ákvörðun breskra yfirvalda. Sænsk yfirvöld hafi ekkert haft með málið að gera.  

Christine Assange, Julian Assange, kom í réttarsalinn í dag
Christine Assange, Julian Assange, kom í réttarsalinn í dag Reuters
Mark Stephens, lögmaður Julian Assange, ræðir við fjölmiðla er hann …
Mark Stephens, lögmaður Julian Assange, ræðir við fjölmiðla er hann kemur í réttarsalinn í dag Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Óskar Guðmundsson: Ha?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert