Írar fá 22,5 milljarða evra frá AGS

Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands.
Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun lána Írlandi 22,5 milljarða evra til að bregðast við fjármála- og bankakreppu þar í landi.

Lánsfénu er dreift á þrjú ár og er ætlað að styðja við efnahagslegar aðgerðir yfirvalda og lægja efnahagslegar öldur.

Þetta er hluti af 85 milljarða evru björgunarpakka AGS og ESB til hjálpar Írlandi. AGS notaði heimild til að afgreiða lánið hratt, þannig að um 5,8 milljarðar evra urðu Írum aðgengilegar fljótlega eftir að sótt var um það.

Neðri deild írska þingsins, Dail, samþykkti með 81 atkvæði gegn 75 atkvæðum að samþykkja björgunaraðgerðirnar eftir að fjármálaráðherra landsins, Brian Lenihan, sagði að þetta væri eina leiðin til að bjarga efnahag landsins.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert