Kastró var við dauðans dyr 2006

Fídel Kastró var við dauðans dyr í júlí 2006.
Fídel Kastró var við dauðans dyr í júlí 2006. Reuters

Mjög litlu munaði að Fidel Kastró, leiðtogi Kúbu, andaðist í júlí árið 2006. Þetta kemur fram í bandarískum skjölum sem WikiLeaks birti. Kastró veiktist þegar hann var á flugi yfir Kúbu, en talið er að gat hafi komið á þarma hans.

Í kjölfar veikindanna sagði hann af sér og bróðir hans, Raul, tók við sem forseti. Lítið sást til Kastró eftir að hann veiktist, en hann hefur hins vegar komið fram nokkrum sinnum opinberlega á þessu ári. Kastró er orðinn 84 ára gamall og litið er á heilsufar hans sem þjóðaröryggismál í Kúbu.

Bandarísku skjölin birtust í spænska blaðinu El Pais, en þar er fjallað um veikindi Kastró og möguleika hans á að ná heilsu á ný. Þeir sem bandarísku sendifulltrúarnir styðjast við eru ekki nefndir á nafn, en augljóst er af skjölunum að þeir eru nánir Kastró eða hafa lesið sjúkraskýrslur hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert