Fjöldahandtökur dönsku lögreglunnar á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn á síðasta ári hafa verið dæmdar ólöglegar af héraðsdómi Kaupmannahafnar.
Því mun hver og einn þerira sem handtekinn var og hefur kært handtökuna fá bætur sem nema á milli 5000 - 9000 dönskum krónum.
Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken,
Yfir 200 manns hafa kært lögregluna fyrir það sem var kallað „fyrirbyggjandi handtaka“, sem átti sér stað við Bella Center ráðstefnuhúsið í Kaupmannahöfn þar sem um 100.000 manns mótmæltu loftslagsráðstefnunni. Um 900 manns voru þá bundnir og látnir setjst á götu.
Verjandi lögreglunnar hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar.