Ólöglegar handtökur lögreglu

Frá loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn
Frá loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn Reuters

Fjölda­hand­tök­ur dönsku lög­regl­unn­ar á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn á síðasta ári hafa verið dæmd­ar ólög­leg­ar af héraðsdómi Kaup­manna­hafn­ar.

Því mun hver og einn þerira sem hand­tek­inn var og hef­ur kært hand­tök­una fá bæt­ur sem nema á milli 5000 - 9000 dönsk­um krón­um.

Þetta kem­ur fram á vef danska dag­blaðsins Politiken,

Yfir 200 manns hafa kært lög­regl­una fyr­ir það sem var kallað „fyr­ir­byggj­andi hand­taka“, sem átti sér stað við Bella Center ráðstefnu­húsið í Kaup­manna­höfn þar sem um 100.000 manns mót­mæltu lofts­lags­ráðstefn­unni. Um 900 manns voru þá bundn­ir og látn­ir setjst á götu.

Verj­andi lög­regl­unn­ar hef­ur áfrýjað dómn­um til hæsta­rétt­ar. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert