Mugabe hótar að þjóðnýta erlend fyrirtæki

Robert Mugabe forseti Simbabve.
Robert Mugabe forseti Simbabve. ZOHRA BENSEMRA

Robert Mugabe, forseti Simbabve, hótaði því í dag að bresk og bandarísk fyrirtæki með starfsemi í landinu yrðu þjóðnýtt ef ekki yrði látið af viðskiptaþvingunum gegn Simbabve. Mugabe hélt  þrumuræðu á flokksþingi stjórnarflokksins ZANU-PF við góðar undirtektir yfir 4.000 flokksbræðra sinna.

„Hvers vegna ættum við að halda áfram að hafa fyrirtæki og samtök hér sem styrkja Bretland og Bandaríkin án þess að ráðast til gagnárásar? Nú er kominn tími til hefnda," sagði Mugabe og vísaði til laga sem heimila forsetanum að taka yfir rekstur fyrirtækja í landinu. „Við getum sagt sem svo að við tökum yfir 51% í þessum fyrirtækjum og ef viðskiptaþvinganirnar verða ekki felldar niður, þá tökum við yfir 100%".

Mugabe fór mikinn í ræðu sinni og sagði einnig að ekki væri hægt að halda núverandi stjórnarsamstarfi til streitu. Þegar pattstaða kom upp í forsetakosningunum árið 2008 samþykkti Mugabe að flokkur hans skyldi deila völdum með fyrrum stjórnarandstöðuflokknum MDC, sem leiddur er af erkióvini hans Morgan Tsvangirai. Þeir deila nú um hvenær boða skuli aftur til kosninga, og lýsti Mugabe því yfir í dag að samkomulagið milli þeirra væri misheppnað og binda verði endi á það.

Morgan Tsvangerai andstæðingur Mugabe.
Morgan Tsvangerai andstæðingur Mugabe. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert