WikiLeaks njóti verndar

Julian Assange og Kristinn Hrafnsson, tveir af forvígismönnum WikiLeaks, í …
Julian Assange og Kristinn Hrafnsson, tveir af forvígismönnum WikiLeaks, í Lundúnum í vikunni. Reuters

Nokk­ur stór þýsk blöð og þýsk mann­rétt­inda­stofn­un hafa birt áskor­un um að upp­ljóstr­un­ar­vef­ur­inn Wiki­Leaks njóti sömu rétt­inda og hefðbundn­ir fjöl­miðlar. Óviðeig­andi sé að Wiki­Leaks hafi sætt póli­tísk­um og efna­hags­leg­um þving­un­um í kjöl­far þess að vef­ur­inn fór að birta banda­ríska sendi­ráðspósta.

Fram kem­ur á þýska vefn­um The Local, að um sé að ræða dag­blöðin Der Tagesspieg­el, Frankfur­t­er Rundschau og Die Tageszeit­ung, viku­blaðið  Der Freitag, net­ritið Per­lentaucher og Evr­ópumiðstöðina fyr­ir stjórn­ar­skrár­bund­in rétt­indi, sem hef­ur höfuðstöðvar í Berlín.

„Netið er ný leið til að dreifa upp­lýs­ing­um," seg­ir í áskor­un­inni, sem blöðin birtu í dag. „Það verður að njóta sömu vernd­ar og hefðbundn­ir fjöl­miðlar."

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, að þótt hægt sé að gagn­rýna Wiki­Leaks fyr­ir að birta banda­rísku sendi­ráðspóst­ana sé það óþolandi rit­skoðun að grípa til póli­tískra og efna­hags­legra aðgerða gegn fjöl­miðlin­um.  Ríki verði að þola að horf­ast í augu við eig­in leynd­ar­mál. 

Banda­rísk stjórn­völd hafa þrýst á stór alþjóðleg fyr­ir­tæki, svo sem MasterCard, PayPal og Amazon um að hætta sam­vinnu við Wiki­Leaks. Seg­ir í yf­ir­lýs­ingu þýsku blaðanna, að þessi þrýst­ing­ur af­hjúpi yf­ir­gengi­lega túlk­un á lýðræði, þá að upp­lýs­inga­frelsi eigi aðeins að gilda ef upp­lýs­ing­arn­ar skaða eng­an.  

„Blaðamennska hef­ur ekki aðeins rétt til held­ur ber henni skylda til að fylgj­ast með rík­inu og varpa ljósi á gang­virki rík­is­stjórna," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Hvetja blöðin fyr­ir­tæki og stjórn­völd til að hætta til­raun­um til að þagga niður í Wiki­Leaks.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert