Fimm létust í loftárás á Gasa

Fimm létu lífið þegar ísraelskar herflugvélar gerðu loftárás á Gasasvæðið í gærkvöldi. Ísraelsher segir, að árásin hafi verið gerð á hóp herskárra Palestínumanna, sem var að undirbúa að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Talsmenn öryggissveita Hamassamtakanna, sem stjórna Gasasvæðinu, sögðu að fimm manns hefðu látið lífið í sprengingu í   Deir el-Balah í gærkvöldi.

Ættingjar eins mannsins, sem lét lífið í árásinni í gærkvöldi,
Ættingjar eins mannsins, sem lét lífið í árásinni í gærkvöldi, Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert