Hengdi jólaálf í gálga við kirkju

Þessi jólasveinn er í miklu stuði.
Þessi jólasveinn er í miklu stuði. Reuters

Danskur prestur segir jólaálfa, sem kallast „nisse“ á dönsku,  hafa velt Jesú úr sessi og spillt jólaandanum. Máli sínu til stuðnings hengdi hann jólaálf í gálga fyrir utan kirkju sína.

Um var að ræða mannhæðarháa brúðu í líki jólaálfs.

Frá þessu greinir á vef danska dagblaðsins Politiken.

Presturinn, sem heitir Jon Knudsen og er búsettur í bænum  Løkken, hefur vakið nokkra athygli fyrir gerðir sínar.

Ekki eru allir á sama máli og Knudsen og í dag mótmæltu fylgismenn jólaálfa fyrir utan kirkju hans og kölluðu slagorðið „Løkken er jólaálfabær.“

En Knudsen segir að slík mótmæli styrki einungis málstað hann. Hann segir jólaálfa vera hjáguði og afsprengi hins illa. Hann vitnar í Gamla testamentið þar sem segir að kristnir skuli ekki aðra guði hafa

Jólaálfurinn hékk einungis einn dag í gálganum, en þá var honum stolið. Íbúi bæjarins hefur viðurkennt að vera með hann í vörslu sinni, en mun halda álfinum í gíslingu fram yfir jól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert