Lukashenko fékk 79,67%

Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands segir, að Alexander Lukashenko hafi fengið 79,67% atkvæða í forsetakosningum í landinu í gær.

Lögregla í Minsk handtók í gærkvöldi hundruð mótmælenda, sem söfnuðust saman í miðborginni. Þeirra á meðal voru sjö frambjóðendur í kosningunum en alls buðu 9 manns sig fram gegn forsetanum.

Að sögn fréttaritara AFP fréttastofunnar tóku tugir þúsunda þátt í mótmælum, sem stjórnarandstaðan boðaði til í gærkvöld til að mótmæla kosningasvikum, sem hún sagði hafa verið framin. Hluti mótmælendanna reyndi að brjóta glerdyr í anddyri  stjórnarbyggingar og ryðjast þar inn.

Lögreglumaður eltir mótmælanda á Sjálfstæðistorginu í Minsk í gærkvöldi.
Lögreglumaður eltir mótmælanda á Sjálfstæðistorginu í Minsk í gærkvöldi. Reuters
Óeirðalögregla dreifði mótmælendum og handtók marga þeirra.
Óeirðalögregla dreifði mótmælendum og handtók marga þeirra. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert