Fjórði hver Svíi finnur fyrir geðillsku á aðventu, svokallaðri „jólaillsku“. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum sænsku þjóðkirkjunnar.
Greint er frá þessu á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter.
Talsmaður kirkjunnar telur að hluti af skýringunni séu óraunhæfar væntingar til jólahátíðarinnar, sem séu dæmdar til að bregðast.
Hann segir neysluhyggju og kaupæði hafa þau áhrif á fólk að það geti ekki látið sig hlakka til hátíðarinnar.Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að innan við 50% gátu rifjað upp hver gaf þeim hvaða jólagjöf í fyrra.