AGS selur 403 tonn af gulli

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, gekk frá sölu á 403 tonnum af gulli í dag. Gullið var selt til að styðja við efnahag sjóðsins.

Meðal kaupenda voru Indland, sem keypti 200 tonn og Máritanía og Sri Lanka  keyptu tíu tonn, hvort um sig.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er einn stærsti einstaki eigandi gulls í heiminum.  Heildarverð sölunnar hefur ekki verið gefið upp.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert