Tunglmyrkvi er nú á himni og er smátt og smátt tekið að skyggja á tunglskífuna. Milljónir manna um heim allan hafa tekið frá tíma til að bera atburðinn augum.
Fram kemur á vef Washington Post að sjaldgæft sé að tunglmyrkva beri upp á sama tíma og vetrarsólstöðurnar, nú þegar stysti dagur ársins er farinn í hönd.
Segir jafnframt á vef blaðsins að á síðustu 2.000 árum hafi það ef til vill komið fyrir einu sinni að tunglmyrkvi og vetrarsólstöður báru upp á þriðjudeginum 21. desember.
Hefur blaðið eftir Geoff Chester, starfsmanni Bandaríkjahers, að tunglmyrkvi og vetrarsólstöður hafi síðast orðið á sama deginum árið 1638, nánar tiltekið 21. desember 1638.