Kalt og votviðrasamt í Ástralíu

Víða hefur verið óvenju kalt og votviðrasamt í Ástralíu. Í vesturhluta landsins hafa flóð valdið usla og hefur fólki verið komið til bjargar með þyrlum. Þá hefur snjóað í fjallabyggðunum á milli ríkjanna Nýju Suður-Wales og Viktoríu og sjá íbúarnir fram á að þeir geti haldið hvít jól í ár, þrátt fyrir að það sé sumar í Ástralíu.

Venjulega iðar Bondi ströndin af lífi á þessum árstíma en að undanförnu hefur verið kalt á ströndinni.

Ferðamenn frá Evrópu sem ræddu við Reuters hafa margir hverjir orðið fyrir vonbrigðum með veðrið, en margir þeirra hafa eflaust reynt að flýja veturinn heima til að sleikja sólina í Ástralíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka