Kalt og votviðrasamt í Ástralíu

00:00
00:00

Víða hef­ur verið óvenju kalt og votviðrasamt í Ástr­al­íu. Í vest­ur­hluta lands­ins hafa flóð valdið usla og hef­ur fólki verið komið til bjarg­ar með þyrl­um. Þá hef­ur snjóað í fjalla­byggðunum á milli ríkj­anna Nýju Suður-Wales og Vikt­oríu og sjá íbú­arn­ir fram á að þeir geti haldið hvít jól í ár, þrátt fyr­ir að það sé sum­ar í Ástr­al­íu.

Venju­lega iðar Bondi strönd­in af lífi á þess­um árs­tíma en að und­an­förnu hef­ur verið kalt á strönd­inni.

Ferðamenn frá Evr­ópu sem ræddu við Reu­ters hafa marg­ir hverj­ir orðið fyr­ir von­brigðum með veðrið, en marg­ir þeirra hafa ef­laust reynt að flýja vet­ur­inn heima til að sleikja sól­ina í Ástr­al­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert