Franska dagblaðið Le Monde hefur útnefnt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, mann ársins. Le Monde er eitt þeirra fimm dagblaða sem tók þátt í að birta skjöl sem leikið var til WikiLeaks.
Það voru lesendur heimasíðu Le Monde sem völdu Assagne, en 56% tilnefndi hann. Næstur á eftir kom Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, með 22% og í þriðja sæti varð Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, með 7%. Time magazine útnefndi Zuckerberg mann ársins."