Julian Assange kosinn maður ársins

Julian Assange
Julian Assange PAUL HACKETT

Franska dagblaðið Le Monde  hefur útnefnt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, mann ársins. Le Monde er eitt þeirra fimm dagblaða sem tók þátt í að birta skjöl sem leikið var til WikiLeaks.

Það voru lesendur heimasíðu Le Monde sem völdu Assagne, en 56% tilnefndi hann. Næstur á eftir kom Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels, með 22% og í þriðja sæti varð Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, með 7%. Time magazine útnefndi Zuckerberg mann ársins."
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert