Assange svarar Biden

Julian Assange
Julian Assange Reuters

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks-vefjarins, svarar Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, og öðrum hátt settum gagnrýnendum fullum hálsi í viðtali við MSNBC-sjónvarpsstöðina.

Bæði Biden og Sara Palin, varaforsetaefni repúblikana í forsetakosningunum 2008, hafa líkt birtingu WikiLeaks-skjalanna við hryðjuverk.

Mike Huckabee, einn frambjóðenda repúblikana í forvalinu fyrir sömu kosningar, gekk lengra og sagði að ekkert minna en aftaka væri of mild refsing fyrir glæp af þessum toga.

Assange blæs á þessi ummæli og segir stjórnmálamennina reyna að slá sér pólitískar keilur með digurbarkalegum ummælum um hann.

Sagði Assange jafnframt að það varðaði við lög að hvetja til líkamsmeiðinga gagnvart einstaklingum.

Viðtalið má nálgast hér.

Assange skýtur föstum skotum að Biden fyrir ummæli hans um …
Assange skýtur föstum skotum að Biden fyrir ummæli hans um WikiLeaks. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert