Sænskar járnbrautir víða stopp

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Öngþveiti hef­ur ríkt í lest­ar­sam­göng­um í Svíþjóð í dag vegna fann­ferg­is og raf­magnstrufl­ana. Járn­brauta­lest­ir eru stopp víða um landið og marg­ir farþegar sem kom­ast ekki leiðar sinn­ar. Frétta­vef­ur Aft­on­bla­det seg­ir að á mörg­um stöðum í land­inu liggi lest­ar­sam­göng­ur al­veg niðri.

Þannig fara lest­ir hvorki til eða frá Mal­mö. Raf­magns­leysi olli því að eng­in um­ferð var til Mal­mö eða Gauta­borg­ar í einn og hálf­an tíma í morg­un. Tekið var að greiðast úr tepp­unni um há­deg­is­bilið í Svíþjóð. Þá voru lest­ir lagðar af stað frá aðal­braut­ar­stöðinni í Stokk­hólmi suður á bóg­inn.

Lest­ir fengu þó ekki að fara sunn­ar en til Häs­sel­holm og Hels­ing­borg. Braut­artein­arn­ir til Ystad voru lokaðir. 

Sænsku járn­braut­irn­ar felldu niður 15 brott­far­ir í morg­un. Það hafði fyrstog fremst áhrif á ferðir á milli Vä­sterås og Stokk­hólms. Eng­ar lest­ir gengu á milli Eskilstuna og Strängnäs. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert