Baráttan við snjóinn töpuð

Íslendingar kannast vel við skafrenning sem nú hrellir fólk í …
Íslendingar kannast vel við skafrenning sem nú hrellir fólk í Borgundarhólmi. mbl.is

Yfirvöld í Danmörku segjast hafa gefist upp á að reyna að halda samgönguleiðum til og frá Borgundarhólmi opnum. Fleiri hundrað strandaglópar gætu því þurft að eyða aðfangadagskvöldi í íþróttahúsi á eyjunni.

Mikið hefur snjóað í Danmörku og víðar í Skandinavíu undanfarna sólarhringa og samgöngur víða rofnað vegna þess. Snjóbylur verður til þess að erfitt er að halda vegum opnum.

Ferja með 400 farþegum kom til Borgundarhólms í gær en farþegarnir komust ekki lengra vegna veðurs og hafa í dag haldið til í íþróttahúsi á svæðinu. Önnur ferja er væntanleg og líklegt að farþega hennar bíði sömu örlög.

„Við munum reyna allt til að fólk geti notið hátíðarinnar við þessar óvenjulegu aðstæður,“ segir lögreglumaður í Borgundarhólmi  í samtali við danska blaðið Politiken.

Umferð annars staðar í Danmörku gengur betur en í gær samkvæmt fréttum Politiken. Ástæðan er ekki síst sú að fólk virðist taka tilmælum um að forðast ákveðnar leiðir og staði og yfirhöfuð séu færri á ferðinni í dag en í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert