Biður fyrir sjúkum og öldruðum

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. AP

Benedikt XVI. páfi bað í sérstöku jólaávarpi í breska útvarpinu, BBC, fyrir sjúkum og öldruðum og þeim sem ganga nú í gegnum hvers kyns erfiðleika. Er þetta í fyrsta sinn sem páfi tekur sérstaklega upp jólaávarp fyrir eitt af löndunum sem hann hefur heimsótt fyrr á árinu.

Fram kemur á vef BBC að páfinn hafi í ræðu sinni bent á að Guð komi mönnunum stundum á óvart þegar hann uppfyllir loforð sín.

„Barnið sem fæddist í Betlehem færði okkur svo sannarlega frelsi, en ekki aðeins fólkinu á þeirri stund og þeim stað - hann var frelsari allra manna um heim allan og í gegnum söguna [...] Kristur fyrirkom dauðanum fyrir fullt og allt og endurvakti lífið með dauða sínum á krossinum.“

Benedikt XVI. fer fyrir stórum hluta mannkyns en talið er að kaþólikkar í heiminum séu nú 1,1 milljarður, eða um sjöttungur jarðarbúa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka