Maður er í haldi bresku lögreglunnar grunaður um mandráp, en hundur í eigu mannsins réðist á konu í London og drap hana.
Konan sem lést hét, Barbara Williams, en stór hundur af tegundinni Belgian mastiff, réðist á hana á fimmtudaginn. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn komu þeir að hundinum þar sem hann hélt konunni fastri. Þeir skutu hann. Leit var gerð að eiganda hundsins, en hann gaf sig síðar fram við lögreglu. Hann var handtekinn vegna málsins en einnig vegna gruns um að rækta kannabis.
Fimm ára barn var á efri hæð hússins þar sem árásin átti sér stað. Önnur kona var einnig í húsinu en þau sluppu ómeidd.