Hundur drap breska konu

Hundur svipaður þessum drap konuna.
Hundur svipaður þessum drap konuna.

Maður er í haldi bresku lög­regl­unn­ar grunaður um mandráp, en hund­ur í eigu manns­ins réðist á konu í London og drap hana.

Kon­an sem lést hét, Barbara Williams, en stór hund­ur af teg­und­inni Belgi­an mastiff, réðist á hana á fimmtu­dag­inn. Þegar lög­reglu­menn mættu á staðinn komu þeir að hund­in­um þar sem hann hélt kon­unni fastri. Þeir skutu hann. Leit var gerð að eig­anda hunds­ins, en hann gaf sig síðar fram við lög­reglu. Hann var hand­tek­inn vegna máls­ins en einnig vegna gruns um að rækta kanna­bis.

Fimm ára barn var á efri hæð húss­ins þar sem árás­in átti sér stað. Önnur kona var einnig í hús­inu en þau sluppu ómeidd. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert