Jólasveinar réðust á vaktmann við sænsku höllina

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Tveir menn, klæddir sem jólasveinar, réðust á annan af tveimur vaktmönnum við sænsku konungshöllina í Stokkhólmi í gær og rændu af honum hlaðinni byssu, sem hann var með. 

Mönnunum, sem voru grímuklæddir, tókst að komast undan í bíl, sem lagt hafði verið skammt frá höllinni. 

Talsmaður lögreglunnar í Stokkhólmi segir, að árásin virðist hafa verið skipulögð. Byssan, sem tekin var af vaktmanninum, er af gerðinni AK-5.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert