Páfi messar í Róm

00:00
00:00

Bene­dikt páfi söng jóla­messu í Róm í morg­un. Hann bað guð um að „inn­ræta frið í hjörtu okk­ar“ og einnig að „slíta tengsl­in við kúg­ar­ana“. Um 10 þúsund manns hlýddu á mess­una.

Ströng ör­ygg­is­gæsla var í kring­um páfa. Við jóla­messu fyr­ir ári síðan stökk kona yfir ör­ygg­is­línu og sló til páfa. Að þessu sinni fylgdu ör­ygg­is­verðir páfa þegar hann gekk inn kirkjugólfið og fylgd­ust með hvort ein­hver gerði sig lík­leg­an til að trufla hann.

Bene­dikt páfi, sem er orðinn 83 ára gam­all, stoppaði tvisvar á leiðinni og blessaði börn sem kirkju­gest­ir héldu að hon­um.

„Við erum þakk­lát fyr­ir að guð færði okk­ur sjálf­an sig sem lítið barn, biðjandi um elsku okk­ar, inn­ræt­andi hans frið í hjört­um okk­ar,“ sagði páfi. „En þessi fögnuður er líka bæn. Al­mátt­ugi guð; láttu lof­orð þitt birt­ast okk­ar. Slíttu tengsl­in við kúg­ar­ana. Fargaðu skóm þeirra sem traðka. Láttu tíma hins blóðuga klæðnaðar enda.“

Páfi bætti síðan við: „Hjálpaðu okk­ur að búa sam­an eins og bræður og syst­ur svo við get­um orðið ein fjöl­skylda, þin fjöl­skylda.“

Páfi sagði að hann vonaði að kirkju­bjöll­urn­ar næðu að drekkja vopn­um þeirra sem berðust í Miðaust­ur­lönd­um. Kristn­ir menn vonuðu að Jerúsalem yrði ekki aðeins höfuðborg tveggja þjóða held­ur fyr­ir­mynd að sam­búð þjóða.

Páfi minnt­ist einnig á árás­ina á kirkju í Írak í októ­ber þar sem meira en 50 manns lét­ust. „Slíkt of­beldi er for­dæmt um all­an heim bæði af kristn­um mönn­um og múslim­um.“

Benedikt páfi við messu í morgun.
Bene­dikt páfi við messu í morg­un. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert