Stór jarðskjálfti á Kyrrahafi

Bandaríska jarðskjálftastofnunin hefur gefið út flóðaviðvörun eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir nærri Vanuatu-eyjaklasanum á Kyrrahafi.

Vanuatu-eyjur eru á milli Fiji og Ástralíu. Eyjurnar eru á flekamótum og svæðið er þekkt fyrir jarðhræringar. Engar fréttir hafa borist af tjóni á mannvirkjum eða að nokkurt manntjón hafi orðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert