Talið að 80 hafi látist í árásinni

Margir eiga um sárt að binda eftir ódæðið í Pakistan.
Margir eiga um sárt að binda eftir ódæðið í Pakistan. Reuters

Tala þeirra sem létust í sprengitilræðinu í Pakistan í morgun og árásum á skæruliða í landinu síðustu daga er komin upp í 80. Tugir særðust í árásinni í dag.

Árásin átti sér stað þar sem verið var að dreifa matvælum til fjölskyldna sem flúið hafði heimili sín vegna ófriðar annars staðar í landinu. Matvælamiðstöðinni er notuð af World Food Programme til að koma matvælum til fátæks fólks. Það var kona sem bar sprengjuna og sprengdi hún sig í loft upp.

Atburðurinn átt sér stað í Bajaur-héraði sem er nálægt landamærunum við Afganistan, en al-Qaeda-liðar eru öflugir í héraðinu.

Sprengingin átti sér stað í kjölfar aðgerða pakistanska hersins gegn skæruliðum í héraðinu, en um 40 uppreisnarmenn létust í þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert