Aldrei hafa jafn margir ferðamenn heimsótt Ísrael og í ár, eða 3,5 milljónir ferðamanna skv. upplýsingum frá ráðuneyti ferðamála. Þetta er 26% aukning á milli ára og 14% aukning miðað við árið 2008, sem þá var metár.
Flestir ferðamenn komu frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Frakklandi.
Stas Misezhnikov, ráðherra ferðamála í Ísrael, segir þetta mikil og góð tíðindi fyrir ísraelskan efnahag, en tekjur af ferðamönnum námu tæpa 500 milljarða kr.
Mjög dró úr ferðamannstraumnum til landsins í kjölfar seinni uppreisnar Palestínumanna gegn hernámi Ísraela árið 2000. Þegar það dró úr átökunum fjölgaði ferðamönnunum á nýjan leik.
Að sögn palestínsku heimastjórnarinnar hafa sömuleiðis aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Palestínu.Í Betlehem á Vesturbakkanum, fæðingarstað Jesús Krists, voru fjölmargir ferðalagnar á jóladag.