Obama á uppleið en Palin dalar

Barack Obama forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama forseti Bandaríkjanna. JIM YOUNG

Vinsældir Barack Obama meðal demókrata hafa aukist að undanförnu á sama tíma og vinsældir Söru Palin meðal repúblikana hafa dalað. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem CNN lét gera.

Könnunin sýndi að 78% demókrata eru þeirrar skoðunar að Obama eigi að hljóta tilnefningu sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum sem fram eiga að fara árið 2012. Aðeins 19% eru þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að bjóða sig fram aftur. Hlutfall þeirra demókrata sem vilja ekki að Obama bjóði sig fram aftur hefur ekki verið lægra síðan í mars, þegar CNN lét fyrst kanna þetta. Obama vann nýlega góða sigra þegar hann fékk START-afvopnunarsamninginn við Rússland samþykktan í öldungadeild þingsins og fékk samþykkt lög sem heimila samkynhneigðum að gegn herþjónustu.

51% repúblikana sögðust telja líklegt að þeir myndu ekki kjósa Söru Palin í næstu forsetakosningum Í desember 2008 sagði aðeins um þriðjungur repúblikana að þeir vildu ekki styðja Palin og 67% sögðust ætla að styðja hana.

Palin nýtur nú minni stuðnings meðal repúblikana en Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, og Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri í Arkansas.
Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska.
Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert