Festist undir ís

Sjóböð eru víða stunduð um jólaleytið. Þessi mynd var tekin …
Sjóböð eru víða stunduð um jólaleytið. Þessi mynd var tekin í Rússlandi í gær. Reuters

Danskur karlmaður er í lífshættu eftir að hann festist undir ís þegar hann var að synda í lóni í Amager Strandpark í Kaupmannahöfn í gær. Að sögn lækna á Rigshospitalet er manninum haldið sofandi í öndunarvél.  

Maðurinn, sem er 46 ára að aldri, reyndi að kafa milli tveggja vaka á ísnum í lóninu en virðist hafa misst áttanna og fann ekki vökina. Aðrir sem þarna voru að synda sáu manninn undir ísnum og hringdu á neyðarlínu og tókst köfurum frá slökkviliði Amgaer að bjarga manninum og lífga hann við með því að beita hjartahnoði. Talið er að maðurinn hafi legið í um 25 mínútur undir ísnum áður en honum var bjargað.

Það hefur verið gagnrýnt að vegurinn að lóninu hafði ekki verið ruddur og tafði það björgunarstörf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert