Sex tonn af kókaíni gerð upptæk

Lögregluyfirvöld í Kólumbíu tóku í sína vörslu sex tonn af kókaíni sem búið var að pakka til flutnings í hafnarborginni Buenaventura í dag. Kókaínið átti að flytja til Bandaríkjanna með viðkomu í Gvatemala. Ljóst þykir að um mikið högg sé að ræða fyrir glæpagengi Los Rastrojos.

Kókaíninu var í 991 fremur smáum pökkum sem troðið hafði verið í 32 sjópoka.

Lögreglumenn halda á pokum fullum af kókaíni. Myndin er tekin …
Lögreglumenn halda á pokum fullum af kókaíni. Myndin er tekin við annað tækifæri. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert