Staðfest er að 39 manns hafa látist af völdum flensu að undanförnu í Bretlandi, þar af 36 úr svínaflensu, að því er talið er. Tólf bættust á listann á síðustu viku en einstaklingarnir eru allir 65 ára eða yngri, með einni undantekningu. Þá eru fjórir yngri en 5 ára.
Á vef breska blaðsins Independent segir að flensutilfellum hafi fjölgað um 40% á síðustu viku. Þá er vitnað til þeirrar áætlunar samtaka breskra heimilislækna, Royal College of General Practitioners (RCGP), að flensutilfeli á Englandi og Wales séu orðin 124 á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar voru tilfellin 86 á hverja 100.000 íbúa í síðustu viku.
Það þýðir að ef sama hlutfall er yfirfært á Ísland væru nú um 400 manns með skæða flensu yfir jólin og áramótin.
Breskir læknar hvetja almenning til að fara í sprautu gegn flensunni og leita til læknis um leið og flensueinkenna verður vart.