Einn af hverjum tíu ökumönnum sem tóku þátt í könnun sem gerð var í Washington borg í Bandaríkjunum viðurkenndi að hafa ekið ölvaður undanfarið ár. Þrátt fyrir það sögðust 87% svarenda telja ölvaða ökumenn sérstaka ógn í umferðinni.
Könnunin var gerð í tilefni af því að brátt bera að áramót og í Washington er meira en tvöfalt hættulegra að vera í umferðinni en á venjulegum degi.
Haft var samband við um tvö þúsund manns í könnuninni sem gerð var að undirlagi stofnunarinnar AAA, sem berst fyrir bættu öryggi á vegum.
Meðal þess sem fram kom var að níu af hverjum tíu ökumönnum styðja reglur þess efnis að komið sé fyrir svonefndan alkólás í bílum þeirra sem hafa verið sakfeldir fyrir ölvunarakstur. Alkólás kemur í veg fyrir að hægt sé að ræsa bifreiðina ef viðkomandi ökumaður er ölvaður.
Talsmaður AAA segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Við vitum hvað við eigum að gera, en gerum þrátt fyrir það sem bannað er,“ segir John B. Townsend II og bætir við að flestir ökumenn séu hræsnarar þegar kemur að ölvunarakstri.