Spánverjar vakna á sunnudag upp, margir við góðan en kannski aðrir, við vondan draum um að þeir megi ekki reykja á veitingastöðum eða börum lengur. En þann dag bætist Spánn í hóp þeirra fjölmörgu Evrópuríkja sem hafa lagt bann við reykingum á veitingahúsum og börum.
Eru reglurnar áþekkar þeim og eru á Íslandi, það er bannað er að reykja á kaffihúsum, börum og veitingahúsum. Jafnframt verður bannað að reykja á leikvöllum barna, lóðum skóla og sjúkrahúsa.
Á Spáni hefur i fimm ár verið bannað að reykja á vinnustöðum, almenningssamgöngutækjum og í verslunum.
Menn taka misvel í breytingarnar og óttast eigendur bara, kaffihúsa og veitingahúsa að bannið eigi eftir að verða síðasti naglinn í líkkistu rekstrar þeirra. En slíkir staðir hafa þurft að glíma við samdrátt sem hefur varað í meira en tvö ár.